Júlí, 2023
Notaðu lífkenni til að skrá þig inn í gáttina!
Innskráning á Dokobit gáttina hefur aldrei verið jafn einföld! Notendur Dokobit appsins geta nú notað lífkenni til að ljúka innskráningu sinni á skjáborðið fljótt og örugglega.
Aðferðin virkar svipað og aðrar auðkenningaraðferðir – en nú er hins vegar ekki krafist PIN-númers.

Áður en þú byrjar skaltu ganga úr skugga um að þú hafir Dokobit appið á símanum þínum og að síminn þinn styður lífauðkenni (t.d. FaceID eða fingrafar).
- Skráðu þig inn á Dokobit gáttina.
- Veldu Biometrics (lífauðkenni) sem verification method (sannprófunaraðferð).
- Sláðu inn netfangið þitt.
- Þú munt sjá 4 stafa kóða á innskráningarskjánum þínum.
- Síminn þinn verður beðinn um að sýna þér sama kóða.
- Þegar þú hefur athugað kóðann er óhætt að nota lífkenni aðferðina sem þú valdir – FaceID eða fingrafar.
- Þegar síminn þinn hefur staðfest auðkenninguna skráir hann þig inn í gáttina á skjáborðinu á meðan appið lokar sjálfkrafa.
Þetta tekur aðeins nokkrar sekúndur!
En bíddu, er þetta öruggt?
Lífkenni er öflug tækni sem lágmarkar áhættu frá gagnalekum og tölvuþrjótum. Það kemur einnig í veg fyrir að notendur þurfi að leggja lykilorð eða PIN-númer á minnið með því að nota lífkenni. Fyrir vikið veitir lífkenni öruggari og þægilegri aðferð til að skrá þig inn á Dokobit reikninginn þinn.
Ef þú hefur ekki notað Dokobit appið ennþá, þá eru fleiri ástæður til að prófa: undirritaðu skjöl á ferðinni, fáðu rauntímauppfærslur og tilkynningar, skannaðu skjöl og margt fleira.
Skannaðu til að hlaða niður appinu núna:

Mar, 2023
Dokobit yfir allt evrópska efnahagssvæðið
Við erum að fagna stórum tímamótum – þjónusta Dokobit nær nú yfir allt Evrópska efnahagssvæðið (EES) með öruggum og fullgildum undirritunaraðferðum!

Ríkisborgarar frá EES-löndum geta nú skráð sig á Dokobit með því að nota tölvupóst og fá einnota lykilorð (OTP). Á sama tíma munu ríkisborgarar frá löndum sem þegar njóta stuðnings halda áfram að nota núverandi rafræn skilríki.
Eftir skráningu munu notendur frá nýstuddum löndum geta undirritað skjöl með því að nota myndbands auðkenningar með ElectronicID og Swisscom. Þetta er einfalt og fljótlegt ferli sem krefst einungis þess sem flestir hafa þegar við höndina: snjallsíma, persónuskilríki og tölvu með nettengingu. Þetta ferli gefur út fullgilt vottorð fyrir rafræna undirskrift og notendur geta haldið áfram að nota þetta viðurkennda rafræna skilríki í 2-5 ár án þess að endurtaka ferlið.
Til að sjá lista yfir studd rafræn skilríki eftir löndum, smelltu hér.
Jan, 2023
Forðastu endurtekningar með eyðublöðum
Uppfært: Allir notendur í áskrift geta notað eyðublöðin – sama hvaða þjónustuleið þeir eru í. Lestu meira.
Eyðublöð eru frábær leið til að einfalda daglegan rekstur. Eigendur og stjórnendur Fyrirtækja eða Stærri félög reikninga geta búið til sniðmát fyrir eyðublöð og deilt tengli með öðrum aðilum til að undirrita þau í nokkrum einföldum skrefum:
- Þú hleður upp pdf skjali;
- Færir inn nauðsynlega tóma reiti í skjalið (þú getur bætt við textareit, gátreit, valhnapp eða valkosti);
- Deildu skjalinu innan fyrirtækisins eða með öðrum aðilum með því að deila hlekknum að því.
- Tilbúið til undirritunar!

Eigendur og stjórnendur Fyrirtækja eða Stærri félög reikninga geta vistað eyðublöð og deilt þeim innan reikninga sinna til að vera síðar stjórnað af teyminu sínu. Þannig myndast gríðarlegur tímasparnaður og þú getur einbeitt þér að brýnari verkefnum.
Samnýtt eyðublað er hægt að fylla út og undirrita oftar en einu sinni. Í hvert sinn sem skjal er undirritað er það vistað í Dokobit reikningnum þínum.
Ef eyðublað er ekki tilbúið til birtingar er hægt að vista það sem drög og klára síðar.
Jan, 2023
Dokobit portal styður Swisscom og iDIN
Dokobit portal styður nú tvær nýjar lausnir sem gerir fleiri notendum kleift að safna undirskriftum frá viðskiptavinum, samstarfsaðilum og fyrirtækjum á alþjóðavettvangi.
Swisscom gerir notendum í Þýskalandi og Austurríki auðvelt að undirrita skjöl, en skapar jafnframt möguleika fyrir nýja viðskiptavini á svæðinu ásamt Ítalíu (fleiri lönd á leiðinni) að skrá sig og undirrita með auðkenningarmyndbandi. Ferlið er einfalt og fljótlegt – það þarf aðeins snjallsíma, skjal til undirritunar og nettengingu. Eftir skráningu getur notandinn haldið áfram að nota rafrænar undirskriftir í 2-5 ár án þess að endurtaka ferlið.
Að auki býður Dokobit upp á þægilega og örugga leið fyrir notendur í Hollandi til að skrifa undir skjöl með iDIN stafrænu auðkennisþjónustunni, sem hollenskir bankar veita. Notendur geta undirritað skjöl innan Dokobit portal með því að nota annað hvort lausn Swisscom (fullgildar rafrænar undirskriftir) eða iDIN (útfærðar rafrænar undirskriftir).
Að lokum geta notendur frá Þýskalandi, Austurríki og Hollandi auðveldlega búið til Dokobit reikninga með því að staðfesta netfangið sitt eða símanúmer með lykilorði (OTP). Þetta gerir ríkisborgurum þessara landa kleift að búa til, undirrita og safna lagalega bindandi undirskriftum.
Okt, 2022
Skönnun skjala
Dokobit appið styður nú skönnun skjala! Skannaðu skjölin þín, skrifaðu undir og deildu þeim með öðrum í nokkrum einföldum skrefum.
Hægt er að skanna hvaða skjal sem er og umbreyta því í PDF viðmót. Þú getur svo undirritað skjalið, deilt því með öðrum til samþykkis og undirritunar eða veitt þriðja aðila aðgang.
Jafnvel þó að aðili sendi þér skjöl í pappírsformi, getur þú sparað þér tíma og varðveitt þau inni í Dokobit Portal.
Prófaðu:
- Í Dokobit appinu smelliru á „+“ neðst á skjánum eða smellir á Upload new í Quick actions valmyndinni.
- Fullvissaðu svo að viðmót skjalsins sé stillt á PDF og veldu Scan.
- Staðsettu skjalið fyrir miðjum skjánum, þannig að öll horn eru sýnileg. Appið mun skanna sjálfkrafa um leið og það greinir skjalið á skjánum. Ef þú vilt frekar skanna handvirkt getur þú smellt á „Auto“ uppi í hægra horninu. Ábending: Þú getur skannað margar blaðsíður í einu, sem gerir þér kleift að sameina blaðsíðurnar í eitt PDF skjal.
- Þegar þú hefur lokið því að skanna allar nauðsynlegar blaðsíður smelliru á Save.
- Veldu nafn fyrir skjalið. Þú getur svo sett skjalið í flokk sem þú hefur þegar útbúið í Portal, ákveðið hvar athugasemdir eiga að birtast, hvort fullgildar undirskriftir séu nauðsynlegar eða sett tímafrest fyrir undirritun.
- Í næsta skrefi velur þú þátttakendur og smellir svo á Create.
- Fleira var það ekki, skjalið er tilbúið til undirritunar!

Hefur þú prófað Dokobit appið? Náðu í það hér.
Okt, 2022
Vörumerkjastjórnun
Dokobit notendur geta sérsniðið rafræna undirskriftarferlið fyrir samstarfsaðila sína og notað sín eigin vörumerki, lógó og einkennisliti.
Uppgötvaðu auðvelda leið til að skapa djúpstæð tengsl við viðskiptavini og byggðu traust í hvert skipti sem þeir undirrita skjöl. Sérsniðin útlit sem endurspegla vörumerkið þitt fullvissar viðskiptavini og samstarfsaðila að skjölin sem þú sendir eru lögmæt og komin frá þínu fyrirtæki.
Þessi eiginleiki hefur nú verið uppfærður til að gera ferlið þægilegra fyrir notendur með Fyrirtæki og Stærri félög áskriftir. Þú velur „Sérmerkt útlit fyrirtækis“ undir „Gögn fyrirtækisins“ í Portal, bætir við fyrirtækjalógó, velur einkennisliti og Dokobit sér um restina.

Dokobit fyrir teymi
Ertu að leita að rafrænni undirskriftalausn fyrir teymið þitt? Auðvelt undirskriftarferli, snyrtilega flokkuð skjöl og einfalt eignarhald á gögnum eru eiginleikar sem teymið þitt, viðskiptavinir og samstarfsaðilar kunna að meta. Kynntu þér málið hér: Dokobit fyrir teymi.
Þessi grein er líka til á: English Lithuanian Estonian Latvian