Okt, 2022
Skönnun skjala
Dokobit appið styður nú skönnun skjala! Skannaðu skjölin þín, skrifaðu undir og deildu þeim með öðrum í nokkrum einföldum skrefum.
Hægt er að skanna hvaða skjal sem er og umbreyta því í PDF viðmót. Þú getur svo undirritað skjalið, deilt því með öðrum til samþykkis og undirritunar eða veitt þriðja aðila aðgang.
Jafnvel þó að aðili sendi þér skjöl í pappírsformi, getur þú sparað þér tíma og varðveitt þau inni í Dokobit Portal.
Prófaðu:
- Í Dokobit appinu smelliru á „+“ neðst á skjánum eða smellir á Upload new í Quick actions valmyndinni.
- Fullvissaðu svo að viðmót skjalsins sé stillt á PDF og veldu Scan.
- Staðsettu skjalið fyrir miðjum skjánum, þannig að öll horn eru sýnileg. Appið mun skanna sjálfkrafa um leið og það greinir skjalið á skjánum. Ef þú vilt frekar skanna handvirkt getur þú smellt á „Auto“ uppi í hægra horninu. Ábending: Þú getur skannað margar blaðsíður í einu, sem gerir þér kleift að sameina blaðsíðurnar í eitt PDF skjal.
- Þegar þú hefur lokið því að skanna allar nauðsynlegar blaðsíður smelliru á Save.
- Veldu nafn fyrir skjalið. Þú getur svo sett skjalið í flokk sem þú hefur þegar útbúið í Portal, ákveðið hvar athugasemdir eiga að birtast, hvort fullgildar undirskriftir séu nauðsynlegar eða sett tímafrest fyrir undirritun.
- Í næsta skrefi velur þú þátttakendur og smellir svo á Create.
- Fleira var það ekki, skjalið er tilbúið til undirritunar!

Hefur þú prófað Dokobit appið? Náðu í það hér.
Okt, 2022
Vörumerkjastjórnun
Dokobit notendur geta sérsniðið rafræna undirskriftarferlið fyrir samstarfsaðila sína og notað sín eigin vörumerki, lógó og einkennisliti.
Uppgötvaðu auðvelda leið til að skapa djúpstæð tengsl við viðskiptavini og byggðu traust í hvert skipti sem þeir undirrita skjöl. Sérsniðin útlit sem endurspegla vörumerkið þitt fullvissar viðskiptavini og samstarfsaðila að skjölin sem þú sendir eru lögmæt og komin frá þínu fyrirtæki.
Þessi eiginleiki hefur nú verið uppfærður til að gera ferlið þægilegra fyrir notendur með Fyrirtæki og Stærri félög áskriftir. Þú velur „Sérmerkt útlit fyrirtækis“ undir „Gögn fyrirtækisins“ í Portal, bætir við fyrirtækjalógó, velur einkennisliti og Dokobit sér um restina.

Dokobit fyrir teymi
Ertu að leita að rafrænni undirskriftalausn fyrir teymið þitt? Auðvelt undirskriftarferli, snyrtilega flokkuð skjöl og einfalt eignarhald á gögnum eru eiginleikar sem teymið þitt, viðskiptavinir og samstarfsaðilar kunna að meta. Kynntu þér málið hér: Dokobit fyrir teymi.
Þessi grein er líka til á: English Lithuanian Estonian Latvian