Uppfært viðmót í Dokobit Portal – Sjáðu hvað er nýtt!

Á sama tíma og við tókum upp nýtt nafn og nýtt útlit á vörumerkinu okkar uppfærðum við einnig Dokobit Portal til að vera í takt við nýja tóninn okkar. Gáttin er núna með bjartara og einfaldara viðmóti til að gera upplifunina betri fyrir notendur. Hér fyrir neðan getið þið séð hvað er nýtt.

Nýtt útlit á viðmótinu

Í takt við vefinn okkar er portallinn núna með ljósari litum. Hausinn er núna með ljósari gráum tón og í staðin fyrir bláa litinn eru hlekkir og takkar núna með appelsínugulum lit í samræmi við vörumerkjahandbókina okkar.

Uppfærðir eiginleikar

Til þess að auðvelda notendum að finna skjölin sín hraðar bættum við nokkrum nýjum eiginleikum. Helstu breytingarnar eru sýnilegar á fyrstu síðunni þegar portallinn er opnaður.

Flokka skjöl eftir stöðu þeirra – Efst fyrir ofan listann af öllum skjölunum eru hnappar til þess að finna skjöl á einfaldari hátt sem hafa ákveðna stöðu. Með þeim getur þú núna sem dæmi fengið yfirlit yfir öll skjöl sem eru í virkri undirritun en ekki aðeins að leita út frá skjalaflokkunum.

Nýr staður til að sía eftir skjalaflokkum – Hnappurinn til að finna skjöl eftir skjalaflokkum er núna við hliðina á leitarstikunni, á hægri hlið skjásins, rétt undir gráa hausnum. Einnig mjög góðar fréttir fyrir þá sem eru í þjónustuleiðinni sem er frí, núna geta þeir líka notað skjalaflokkana til að skipulegja og setja mismunandi reglur fyrir mismunandi tegundir samninga eða skjala. Allt sem þú þarft að gera er að fara í Stillingar og velja Skjalaflokkar flipann til þess að búa til fyrsta skjalaflokkinn.

Greinilegar hvaða reikningur er valinn – Ef þú ert með fleiri en einn Dokobit reikning, einn tengdan fyrirtækjanetfangnu þínu og annan t.d. fyrir alla einkanotkun þá er mikilvægt fyrir þig að þú sjáir greinilega á hverjum tíma hvaða reikning þú ert að vinna með. Núna getur þú á einfaldari hátt séð hvaða reikningur er valinn. Efst í hægra horninu á skjánum er nafnið þitt og netfangið sem tengist reikninginum núna alltaf sýnilegt. Með þessu þarf ekki lengur að smella á valmyndina til að sjá netfangið og minni líkur á að þú notir óvart rangan reikning.

Einfaldara aðgengi að stillingum – Með nýjum stillingahnapp við hliðina á nafninu þínu styttum við leiðinga fyrir þig til að setja reikninginn þinn upp eins þú vilt.

Greinilegri tilkynningar – Hnappurinn fyrir tilkynningar í kerfinu hefur líka verið gerður greinilegri. Rautt merki á ljósum bakgrunni sker sig betur út í staðin fyrir bláan ofan á dökkum bakgrunni.

Fullkomnari aðgangsheimildir fyrir starfsmenn – Núna geta stjórnendur fyrirtækjareikninga sett upp mismunandi tegundir skjala og samninga með skjalaflokkum og gefið starfsfólki sínu mismunandi aðgangsheimildir til að geta lestið, geta breytt eða geta eytt skjölum sem tilheyra þeim flokki. Með því fá starfsmenn aðeins aðgengi að þeim skjölum sem þeir þurfa að hafa aðgang að.

Takmarka upplýsingar til ytri aðila – Oft þarf að undirrita viðskiptaskilmála eða aðra samninga við ytri viðskiptavini. Það getur þess vegna oft verið óþarfi og jafnvel óæskilegt að þeir geti séð hvaða starfsmenn í fyrirtæki hafa aðgengi að skjalinu og að sjá í atburðarskránni hvaða starfsmenn hafa opnað skjalið. Hægt er að takamarka upplýsingar sem eru sýnilegar ytri aðilum (öðrum en þeim notendum sem eru í teymi fyrirtækisins) með því að nota skjalaflokkana.

Öflugri þjónustuleið Frítt

Hingað til höfum við takmarkað virkni í fríáskriftinni okkar við að geta einungis undirritað skjöl rafrænt og sannreynt þau. Til að gera fríáskriftina enn öflugri höfum við ákveðið að gera fjölmarga, áður gjaldskylda, eiginleika einnig hluta af þjónustunni fyrir notendur í fríáskriftinni. Núna geta notendur í fríáksrift búið til skjalaflokka fyrir tengundir skjala, séð atburðarskrá með sögu yfir allar aðgerðir sem framkvæmdar hafa verið á tilteknu skjali, notað leitina til að finna skjöl hraðar, sett undirritunarfrest til að tryggja að aðilar undirriti á réttum tíma, notað hópaðgerðir (e. batch actions) til að undirrita mörg skjöl samtímis með einum PIN innslætti og sett upp tengiliðaskrá með reglulegum tengiliðum.

 

Uppfærðir persónuverndarskilmálar til stuðnings GDPR

Eins og flestir hafa orðið varir við tók ný persónuverndarreglugerð GDPR gildi í ríkjum Evrópusambandsins 25. maí sl. og póstum þjónustuveitenda hefur ringt yfir notendur. Til að styðja nýju reglugerðina erum við búin að uppfæra skilmálana okkar. Búa til nýja stefnu um meðferð persónuuplýsinga og uppfæra samninga við okkar birgja. Þú getur lesið nánar um þessar breytingar á blogginu okkar hér.

 

Við vonum að ykkur eigi eftir að líka við þessar breytingar þar sem þeim er ætlað að gera notkunina enn einfaldari.