Uppfærðir skilmálar og persónuverndarstefna

Í dag tekur GDPR reglugerðin formlega gildi í ríkjum Evrópusambandsins og mun innan skamms einnig verða innleidd á Íslandi. Til að taka mið af því höfum við eins og margir aðrir þjónustuveitendur uppfært skilmálana okkar og stefnur sem snúa að þjónustunum okkar. Nýju stefnurnar og skilmálarnir okkar eru í dag aðeins á ensku en verða innan skamms tíma einnig aðgengilegir á íslensku.

Þjónustuskilmálar (Terms of Service)

Þjónustuskilmálarnir okkar skilgreina almennt hvernig nota á þjónusturnar okkar. Skilmálarnir innihalda upplýsingar um hvernig þjónustan er veitt, verð og greiðsluskilmála, öryggi og meðferð persónuupplýsinga, takmarkanir á ábyrgðum, hugverkaréttindi og margt fleira.

Our new Terms of Service.

Persónuverndarstefna (Privacy Policy)

Við höfum lagt mikla vinnu við að innleiða persónuvernd inn í allar innri ferlana okkar sem hluta af stjórnkerfinu okkar fyrir upplýsingaöryggi (ISMS) til þess að gera kröfur GDPR relugerðarinnar hluta af verklaginu okkar. Nýja persónuverndarstefnan okkar lýsir því hvaða upplýsingar við skráum og notum um einstaklinga og hvaða upplýsingum er deilt til annara aðila. Öryggi upplýsinga notenda er aðal forgangsmál okkar.

Í persónuverndarstefnunni finnur þú lista yfir þær upplýsingar sem við gætum safnað frá þér, undir hvaða kringumstæðum við mættum láta þær af hendi, upplýsingar um öryggismál, hvernig upplýsingum er eytt, upplýsingar um vinnsluaðila gagna, notkun vefkaka (cookies) og önnur réttindi þín samkvæmt GDPR.

Our new Privacy Policy.

Samningar vinnsluaðila gagna (Data Processing Agreement)

Með samstarfsaðilum okkar (t.d. útgáfuaðilum rafrænna skilríkja) höfum við verið að undirbúa nauðsynlega samninga við vinnsluaðila gagna til að tryggja að allir þættir sem tengjast þjónustunum okkar sem koma ekki aðeins frá okkur heldur einnig frá samstarfsaðilum okkar uppfylli 100% allar kröfur GDPR.

Við höfum einnig undirbúið samning fyrir okkur sem vinnsluaðili ykkar upplýsinga þegar þjónustan okkar er veitt. Lesið allar upplýsingar um vinnslu upplýsinga, tilgang, okkar skildur, ábyrgðir og aðra tengda þætt hér fyrir neðan.

Our new Data Processing Agreement.

Samþykkt notkun þjónustu (Acceptable Use Policy)

Til að fyrirbyggja misnotkun og efla öryggi þjónustunnar höfum við skilgreint nánar hvað telst vera ásættanleg notkun á þjónustunum okkar. Uppfærða stefnan lýsir aðstæðum við rof á þjónustu, misnotkun á þjónustu og hvaða afleiðingar brot á notkuninni getur haft með sér. Vertu viss um að lesa stefnuna áður en þú notar þjónusturnar okkar til þess að vera á sömu blaðsíðu og við.

Our new Acceptable Use Policy.

Eins og þú getur séð er okkur virkilega alvara með að passa upp á upplýsingarnar þínar og uppfylla GDPR reglugerðina. Í lausnunum okkar hefur þú fulla stjórn til að meðhöndla gögnin þín á notendavænan hátt.

Þessi grein er líka til á: English Lithuanian