Nýtt í Dokobit portal: 5 nýjungar sem þú munt elska

Á hverjum degi leggjum við okkur fram við að gera Dokobit portal að enn betra og öflugra kerfi. Nýlega höfum við bætt við nokkrum nýjungum sem okkur langaði að segja ykkur frá. Lestu áfram til að læra meira – það eru 5 nýir eiginleikar komnir í Dokobit portal!

Undirritun án Dokobit reiknings

Nú er enn auðveldara að undirrita skjöl! Undirritendur þurfa ekki að skrá sig inn með Dokotbit aðgangi eða stofna nýjan Dokobit aðgang þegar þeir nota lausnina í fyrsta skipti til að undirrita skjöl.

Þegar þú sendir skjal af stað í undirritun getur þú hakað við “Leyfa undirritun skjals án Dokobit reiknings”. Ef þú velur það þá fær þátttakandinn tölvupóst með hlekk til að opna og undirrita skjalið.

Fyrir undirritendur verður ferlið styttra og einfaldara. Ef þú notar Dokobit portal í dag til að fá undirskriftir frá viðskiptavinum, samstarfsaðilum og öðrum ytri aðilum þá getur þessi eiginleiki gert upplifun þeirra mun betri og áreiðanlegri. Sjáðu hér að neðan hvernig þetta lítur núna út.

Hraðari innskráning

Það má vera að þú hafir nú þegar séð þessa breytingu. Núna man vafrinn þinn hvaða notandi var síðast innskráður í Dokobit portal þannig að þú þarft bara að staðfesta að þú sért sami notandi og síðast til þess að hefja auðkenningu. Áður þurftir þú alltaf að slá inn símanúmerið þitt í hvert skipti sem þú opnaðir Dokobit. Núna þarftu ekki að gera það aftur!

Engar áhyggjur, þetta er enn mjög öruggt vegna þess að þú þarft áfram að nota rafrænu skilríkin þín til að auðkenna þig. Núna þarftu bara að smella á halda áfram og slá inn PIN númerið þitt fyrir rafrænu skilríkin til að auðkenna þig. Ef svo vill til að annar notandi vill innskrá sig á sömu tölvu þá smellir hann á “Skrá inn með öðrum aðgangi”. Minni óþarfa innsláttur.

Ef þú notar Dokobit jafn mikið og við þá áttu eftir að elska þessa breytingu!

Útlit á rafrænum undirskriftum

Þegar þú undirritar PDF skjal getur þú séð helstu upplýsingar um undirskriftina eins og t.d. hvenær það var undirritað og af hverjum. Þessar upplýsingar voru áður framsettar á einfaldari hátt. Núna eru meiri upplýsingar sýnilegar á undirskriftinni eins og tegund undirskriftar (fullgild-, útfærð-, einföld-), nafn, kennitala, tími og hlutverk eða ástæða undirritunar.

Þessi nýja hönnun er ekki bara útlitsleg breyting heldur einnig hagnýt þar sem meiri upplýsingar eru sýnilegar á þægilegan hátt án þess að þurfa að opna skjalið með Adobe Reader til þess að sækja upplýsingarnar um undiskriftina.

Áminningar

Til þess að fá skjöl undirrituð á réttum tíma höfum við bætt við áminningum til þess að geta ýtt við aðilum þegar þeir gleyma skjölum. Hægt er að senda hverjum þátttakanda sér skilaboð með áminningunni sem aðrir þátttakendur sjá ekki.

Alltaf þegar beðið er eftir aðila getur þú núna smellt á “Senda áminningu” hnappinn til þess að láta þá vita að enn sé beðið eftir undirskrift frá þeim. Hægt er að senda áminningar hvenær sem er, jafnvel þó tímafrestur sé liðinn ef frestur var settur.

Töfræði yfir notendur fyrirtækisins

Ef þú notar Dokobit ásamt öðru samstarfsfólki í sama fyrirtæki getur þú núna séð tölfræði yfir notkun frá notendum teymisins – Þú getur séð fjölda skjala sem hafa verið send, undirskriftir og innskráningar í Dokobit og margt fleira. Hægt er að skoða þessar upplýsingar fyrir sérhvern notanda eða fyrir allan hópinn og valið tímabil sem þú vilt skoða notkunina frá. Hægt er að sjá þessar upplýsingar undir “Gögn fyrirtækisins” flipanum sem er aðgengilegur fyrir stjórnendur.

Með þessum eiginleika geta stjórnendur haft betri yfirsýn yfir raunverulega notkun teymisins og afköst starfsmanna sem gerir skipulagningu auðveldari.

Fylgstu með – Það er ýmislegt fleira spennandi á leiðinni frá okkur!