easy to use Form templates

Nú eru eyðublöðin í boði fyrir alla notendur í áskrift!

Í byrjun þessa árs deildum við með ykkur eyðublaðalausninni okkar. Í dag höfum við enn stærri fréttir – þessi eiginleiki verður í boði fyrir alla notendur í áskrift!

Eyðublöð eru leið til að einfalda daglegan rekstur. Allir notendur í áskrift geta búið til útfyllanleg eyðublöð, vistað þau sem drög, deilt sniðmátunum innan fyrirtækisins og að lokum deilt hlekk með öðrum aðilum til að fylla út og undirrita. Þetta tekur aðeins nokkur skref:

  • Þú hleður upp pdf skjali
  • Þú dregur inn og bætir við tómum reitum í skjalið (þú getur bætt við textareit, gátreit, fjölvalsspurningar og fleira);
  • Að lokum deiliru skjalinu innan fyrirtækisins eða með öðrum aðilum með því að senda hlekk.
Form templates in the Dokobit portal.

Notendur geta vistað sniðmát og deilt þeim innan teymis til að vera síðar stjórnað af samstarfsmönnum sínum. Samnýtt eyðublað er hægt að fylla út og undirrita oftar en einu sinni og í hvert sinn sem það er undirritað skapast nýtt skjal eða afrit á Dokobit reikningnum þínum. Ef eyðublað er ekki tilbúið til birtingar er hægt að vista það sem drög.

Verðlagning á undirskriftum á sameiginlegum eyðublöðum er sú sama og fyrir venjuleg skjöl.

Ertu að spá í að prófa? Veldu þá þjónustuleið sem hentar þínum þörfum og smelltu á Eyðublöð á vinstra meginn á Dokobit gáttinni.