Í haust kynnum við undirritun með SMS OTP (einskiptis kóða) – aðferð sem hægt er að nota þegar viðtakendur hafa ekki rafræn skilríki. Þetta eru frábærar fréttir fyrir notendur okkar sem þurfa að fá skjöl rafrænt undirrituð frá löndum sem eru ekki studd eins og er.
Hvernig virkar undirritun með SMS OTP?
Þessi aðferð er mjög einföld og notendavæn leið til að rafrænt undirrita PDF skjöl. Viðtakandinn fær sendan hlekk í tölvupósti á skjalið sem þarf að undirrita. Þegar hann er tilbúinn til að skrifa undir mun hann fá sent SMS með einskiptis kóða (OTP). Til þess að undirrita skjalið þarf að slá inn þennan kóða í gluggann sem birtist þegar ferlið er hafið.
Tæknilega séð er þetta örlítið flóknara ferli þar sem við bætum einnig viðbótarupplýsingum við undirritaða PDF-skjalið. Þessar upplýsingar eru nafn undirritanda, dagsetning og tímasetning sem skjalið var undirritað, tilgangur undirritunar og að lokum símanúmerið sem undirritun var staðfest með. Þessi gögn fara inn í XML skrá sem við fellum inn í skjalið á meðan við birtum lykilupplýsingarnar í undirskriftarmerkinu og innsiglum þær með rafrænu innsigli sem læsir skjalinu. Rafræna innsiglið tryggir að ekki er hægt að eiga við skjalið án þess að undirskriftin brotni.
Mismunandi undirskriftarstig
Í Dokobit portal bjóðum við nú upp á fjögur stig rafrænna undirskrifta. Það er mikilvægt að velja rétt stig miðað við tilskilið lagalegt vægi skjalsins sem undirrita skal rafrænt.
- Fullgildar rafrænar undirskriftir (QES) hafa sömu réttaráhrif og handskrifaðar undirskriftir og ekki er hægt að véfengja þær fyrir dómi. Fullgildar rafrænar undirskriftir eru alltaf útbúnar með rafrænum skilríkjum.
- Útfærðar rafrænar undirskriftir byggðar á viðurkenndu vottorði (AdES/QC) eru talin sterk sönnunargögn fyrir dómstólum.
- Útfærðar rafrænar undirskriftir (AdES) hafa nægilegt öryggisstig fyrir skjöl sem innihalda minni áhættu.
- Einfaldar rafrænar undirskriftir (SES) – eru einföldustu rafrænu undirskriftirnar sem eru ekki búnar til með sterkri auðkenningu undirritandans eins og t.d. með rafrænum skilríkjum.
Þegar skrifað er undir með SMS OTP verður til einföld rafræn undirskrift (SES) sem hægt er að nota fyrir skjöl með minni ábyrgðaráhættu, svo sem atvinnutilboð eða innkaupapantanir.