Svona setur þú upp rafræn skilríki á farsímann

Á Íslandi styður ISIGN við rafræn skilríki sem eru útgefin af Auðkenni. Til þess að nota lausnina til að deila gögnum á öruggan hátt og rafrænt undirrita skjöl er því forsenda að notendur lausnarinnar séu búnir að setja upp rafræn skilríki. Hægt er að fá rafræn skilríki á snjallkortum eða í farsíma (á SIM kortinu). Rafræn skilríki í farsíma er á margan hátt notendavænni lausn þar sem það krefst þess ekki að þurfa að setja upp viðbótarhugbúnað og USB kortalesara til þess að beita skilríkjunum.

Til þess að setja upp rafræn skilríki á farsíma eru þrjú atriði sem þú þarft að tryggja:

  1. Rétt SIM kort: Vera með rétta tegund af SIM korti sem styður rafræn skilríki. Þú getur athugað hvort núverandi SIM kort styðji við rafræn skilríki. Ef kortið þitt styður ekki rafræn skilríki þarftu að byrja á því að fá nýtt SIM kort hjá fjarskiptafélaginu þínu.
  2. Taka með persónuskilríki: Munið að hafa skilríki meðferðis á afgreiðslustað. Gild skilríki eru ökuskírteini, nafnskírteini eða vegabréf.
  3. Mæta í viðskiptabanka: Virkja rafrænu skilríkin hjá skráningarfulltrúa í næsta útibúi hjá þínum viðskiptabanka. Lista yfir afgreiðslustaði rafrænna skilríkja má finna hér.

 

Prófa rafrænu skilríkin:

Ef þú ert ekki viss um hvort þú sért nú þegar með rafræn skilríki uppsett á símanum getur þú athugað rafræn skilríki séu á SIM kortinu hér.