Rafrænar undirskriftir, hvernig nýtast þær mínu fyrirtæki?

Að sinna viðskiptum á netinu er fyrir löngu orðinn hinn nýi veruleiki fyrir fyrirtæki. Að undirrita skjöl og gögn hvar sem þú ert staddur er einnig farið að vera algengt innan fyrirtækja og stofnana, sérstaklega núna þar sem margir hafa neyðst til að vinna að heiman um tíma. 

Ef þetta er ennþá nýtt fyrir þér gætir þú verið að velta fyrir þér á hvaða hátt getur þitt fyrirtæki gæti nýtt sér þessa tækni?

Hvernig bæta rafrænar undirskriftir ferla innan fyrirtækisins?

Sparar tíma. Að færa sig frá hefðbundnum yfir í rafrænar undirskriftir getur sparað gífurlegan tíma. Það verður ekki lengur þörf fyrir að skipuleggja fundi þegar þú þarft undirskrift annara aðila. Þetta gæti jafnvel skipt fyrirtækið eða félagið þitt enn meira máli ef það sinnir alþjóðlegum viðskiptum og það er nauðsynlegt að fólk í mismunandi löndum undirriti skjöl. Á sama tíma flýta rafrænar undirskriftir ferlum innan fyrirtækisins. 

Meira öryggi. Útfærðar og fullgildar undirskriftir eru gerðar svo allar aðgerðir og breytingar séu sýnilegar. Þetta þýðir að það er miklu erfiðara að falsa skjöl sem eru rafrænt undirrituð. Plús það að enginn getur falsað rafrænu undirskriftina þína. 

Lækkar kostnað. Við að nota rafrænar undirskriftir sparar þú ekki bara prent og póstlagninarkostnað heldur einnig vinnuaflið sem þú þarft í þessa vinnu sem felst í því að undirbúa skjölin, sjá um útprentun, skanna, senda o.s.frv. Ef þú vinnur með mikið af útprentuðum gögnum mun hagkvæmnin vera gríðarleg og þú munt taka eftir því strax. 

Hvernig bætir rafrænar undirskriftir upplifun fyrir mína viðskiptavini eða viðskiptafélaga?

Bætt þjónustuupplifun. Ef þú ert að vinna með viðskiptavini sem þurfa oft að koma og skrifa undir skjöl hjá þér, þá munu rafrænar undirskriftir auðvelda þeim lífið til muna. Þú munt bæta heildar þjónustuupplifun viðskiptavina margfalt þegar viðskiptavinurinn upplifir að hann er að spara tíma og á viðskipti við þig á mun þægilegri máta. Hann verður ekki lengur háður staðsetningu, tíma eða öðrum kringumstæðum. Í dag þegar allir eru á hraðferð er fólk farið að gera meiri kröfur um einfaldleika og þægindi og munu leita að þjónustu sem auðveldar þeim lífið. 

Ofantalin atriði eru eingöngu nokkrir af þeim kostum sem fylgja stafrænni umbreytingu. Slástu í för með hundruðum annara fyrirtækja sem njóta þeirra forréttinda sem rafrænar undirskriftir bjóða upp á. Sjáðu lausnirnar okkar hér