10 ástæður til að velja rafrænar undirskriftir fram yfir undirskriftir á pappír

Um leið og rafrænar undirskriftir verða á hverjum degi almennari í notkun eru þær orðnar nýtt viðmið fyrirtækja sem vilja veita viðskiptavinum sínum betri rafræna þjónustu á nútímalegri, skilvirkari og þægilegri hátt heldur en aðrir samkeppnisaðilar. Lykilatriði er að notkun rafrænna undirskrifta sé einfaldari og þægilegri heldur en að ferðast á milli staða með pappír og veitir þar með betri þjónustu til einstaklinga.

Við tókum saman 10 sterkustu ástæðurnar fyrir því af hverju það er betra að velja rafrænar undirskriftir fram yfir pappír. Eftirfarandi er Topp 10 listinn okkar.

1. Spara tíma.
Aukin sjálfsafgreiðsla sparar tíma starfsfólks og lækkar þar með viðskiptakostnað.

2. Bæta þjónustu.
Með því að nota rafræn skilríki er hægt að auka aðgengi að þjónustu og upplýsingum á öruggan hátt þannig að viðskiptavinir geta afgreitt sjálfan sig á sínum forsendum. Hvar sem er og hvenær sem er í takt við kröfur markaðarins í dag.

3. Aukið öryggi.
Rafrænar undirskriftir eru mun erfiðari að falsa heldur en hefðbundnar undirskriftir. Auk þess tryggja rafrænar undirskriftir heilleika gagna með því að ekki er hægt að breyta innihaldi skjals eftir að það hefur verið undirritað. Rafrænar undirskriftir staðfesta einnig að uppruni skjals sé raunverulega frá réttum aðila sem undirritar skjalið.

4. Umhverfislega betri.
Rafrænar undirskriftir minnka pappírssóun og draga stórlega úr óþarfa samgöngum með pappír.

5. Auka gæði í skráningum.
Rafræn skráning og meðhöndlun gagna lágmarka reksraráhættu og tilfallandi kostnað sem getur skapast af sökum mistaka starfsfólks við meðhöndlun á pappír.

6. Spara kostnað við skjalavistun.
Varðveisla á gögnum á pappír er bæði tímafrekari, áhættusamari og krefst mikils pláss með tilfallandi kostnaði.

7. Nútímaleg starfsemi.
Rafrænar undirskriftir eru nýtt viðmið fyrir þjónustufyrirtæki sem vilja bjóða viðskiptavinum sínum upp á betri þjónustu á skilvirkari, aðgengilegri og þægilegri hátt. Nútímaleg vinnubrögð eru merki um skilvirka starfsemi og jákvæða ímynd fyrir fyrirtækið.

8. Engin týnd gögn.
Með rafrænum undirskriftum eru allir samningar og undirrituð gögn geymd á öruggan hátt á einum stað.

9. Ánægja viðskiptavina.
Afgreiðsluhraði er einn af lykilþáttum ánægju viðskiptavina. Með rafrænum undirskriftum er hægt að afgreiða beiðnir um þjónustu mun hraðar en t.d. ef um væri að ræða umsóknareyðublöð á pappír.

10. Einfaldari og þægilegri.
Þjónusturnar okkar eru hannaðar til að leiða notendur á öllum aldri og með mismunandi tæknilega getu alla leið í mark og séu fær um að undirrita rafrænt án þess að þurfa að hugsa í eitt augnablik. Okkar markmið er að taka flókna tækni og framsetja hana þannig að hún verði eins aðgengileg, einföld og þægileg og hægt er til þess að hver sem er geti notað hana. Eftir að hafa prófað að undirrita rafrænt einu sinni mun einfalda leiðin alltaf verða val nr. 1 fram yfir pappírinn.