Staðfestingar á rafrænum undirskriftum og innsiglum í Dokobit portal er núna fullgild staðfestingarþjónusta

Við erum með stórar fréttir! Við höfum lokið við uppfærslu á staðfestingarþjónustunni okkar í Dokobit portal og er hún nú Fullgild Þjónusta. Að staðfestingarnar séu núna Fullgild þjónusta, þýðir að þegar þú sannreynir rafrænt undirrituðu og innsigluðu skjölin þín, þá eru allar nauðsynlegar kröfur fyrir undirskriftirnar staðfestar í samræmi við lög nr. 55/2019.

Niðurstöðurnar hafa því tryggð réttaráhrif fyrir dómstólum og meiri vissu en áður um að skjölin þín séu sannarlega gild. Lestu áfram til að læra meira. 

Hvað er staðfestingarþjónusta og hvenær þarftu á henni að halda?

Samkvæmt eIDAS reglugerðinni (lög nr. 55/2019) er Staðfesting (Validation) viðbótarþjónusta fyrir rafrænar undirskriftir og innsigli, Hún sýnir hvort undirskriftir eða innsigli voru gild á þeim tíma sem þau voru útbúin, um leið og þau eru sannreynd. Með öðrum orðum, þú þarft að sannreyna rafrænt undirrituð eða innsigluð skjöl frá ytri aðilum til þess að tryggja að undirskriftirnar eða innsiglin sé gild. 

Hvað hefur breyst í Dokobit portal?

Á síðasta ári fórum við í gegnum strangt eIDAS vottunarferli unnið af viðurkenndum vottunaraðilum (samræmismatsaðila) og urðum þar með einn af fáum vottuðum Fullgildum traustþjónustuveitendum með staðfestingarþjónustu fyrir rafrænar undirskriftir og innsigli í heiminum. Þar sem sannreyning á rafrænum undirskriftum og rafrænum innsiglum er eftirlitsskyld þjónusta, er Fullgildur traustþjónustuveitandi skuldbundinn til þess að ábyrgjast niðurstöður í staðfestingunni. Neytendastofa hefur eftirlitshlutverk með fullgildum traustþjónustuveitendum á Íslandi. 

Hvað þýðir það?  

Við uppfærðum staðfestingarþjónustuna og er hún nú Fullgild. Fullgild staðfestingarþjónusta mætir öllum kröfum eIDAS reglugerðarinnar sem er framfylgt af yfirvöldum og er ætlað að tryggja fjölmörg atriði: að dulkóðuð sannreyning á undirskriftum eða innsiglum sé árangursrík og hafin yfir allan vafa, að undirskriftirnar mæti ekki takmörkuðum kröfum og hægt að véfengja undirskriftir og innsigli og að sannreyningin sé framkvæmd eftir eIDAS reglugerðinni og ETSI stöðlum til að staðfesta að allar nauðsynlegar kröfur við útfærslu þeirra séu uppfylltar. 

Birgjar með óvottaða staðfestingarþjónustu sem ekki er Fullgild, eru ekki búnir að fara í gegnum staðlað vottunarferli til að tryggja fylgni við eIDAS kröfur, sem þýðir að þeirra sannreyningar eru framkvæmdar án staðfestingarstefnu og án ábyrgðar á niðurstöðum. Í tilfellum þar sem undirskriftir eru véfengdar og þú þarft sjálfur að sanna gildi þeirra, þá gæti það komið sér illa að hafa valið óvottaðan traustþjónustuaðila sem getur ekki afhent vottaða staðfestingarskýrslu sem sönnunargagn fyrir dómi. Þú gætir því sjálfur þurft að færa sönnun fyrir gildi undirskriftarinnar og leggja það í hendur dómara að meta gögnin og komast að niðurstöðu.

Við kynnum þrepaskipta ábyrgð í Fullgildri staðfestingarþjónustu. Sem Fullgildur traustþjónustuveitandi berum við fulla ábyrgð á niðurstöðum á öllum staðfestingum sem við framkvæmum og bjóðum þér jafnvel upp á tryggingu ef eitthvað ósamræmi er. Þetta þýðir að þú getur valið milli ólíkra þrepa eftir þörfum. Í portalnum getur þú valið milli tveggja leiða: Grunnábyrgð og Hærri ábyrgð. 

Grunnábyrgð veitum við sem lágmark af öllum staðfestingum og er rétta leiðin fyrir þig ef lágmarks trygging nægir og gildir í tilfellum þar sem lítil hætta er að ágreiningur komi upp varðandi gildi rafrænu undirskriftanna eða innsiglanna í skjalinu sem á þarf að reyna fyrir dómstólum. Sannreyningar með grunnábyrgð veita tryggingu fyrir 100 evrur á hvert staðfest skjal. Þetta er viðbótarþjónusta sem fylgir án auka kostnaðar fyrir alla sem eru í greiddri áskriftarleið að Dokobit portal. 

Hærri ábyrgð er síðan í boði fyrir þá sem vilja hærri tryggingu fyrir því að undirskriftirnar eða innsiglin séu gild t.d. þegar skjöl tengjast meiri hagsmunum eða meiri líkur eru á að það þurfi að reyna á gildi undirskriftanna. Staðestingar með Hærri ábyrgð veita tryggingu fyrir 10 000 evrur á hvert staðfest skjal. Þessi valmöguleiki er eingöngu í boði fyrir þá sem eru í Fyrirtækjaáskrift eða í þjónustuleiðinni; Stærri félög og kostar hver sannreyning 73 kr. Þú munt alltaf geta valið það ábyrgðarþrep sem hentar fyrir sérhvert skjal. Til dæmis við sannreyningu á undirskrift í beiðni um frí frá starfsmanni, væri nóg að velja Grunnábyrgð. En ef þú værir að sannreyna undirskrift frá samstarfsaðila í samningi um stóra fjárfestingu, væri eflaust betra að velja sannreyningu með Hærri ábyrgð. En hvernig sem málin standa hefur þú nú aðgengi að vottaðri Fullgildri staðfestingarþjónustu með val um ábyrgð á staðfestingar á rafrænum undirskriftum og innsiglum!

Í þeim tilfellum þar sem þessar ábyrgðir nægja þér ekki bjóðum við upp á Premium ábyrgð fyrir allt að 100 000 evrum fyrir Stærri félög með sér samning. Hafðu samband til þess að fá að vita meira um þá ábyrgð. 

Ef þú hefur frekari spurningar um staðfestingar, kíktu á yfirlitið hér yfir Algengar spurningar