Fyrir nokkrum mánuðum kynntum við til leiks eiginleika sem býður notendum Dokobit að safna undirskriftum frá aðilum sem ekki hafa aðgang að Dokobit portal. Undanfarið höfum við unnið að því að bæta þennan eiginleika svo allir aðilar upplifi ferlið á þægilegri og flottari hátt. Lestu áfram til þess að sjá hvað er nýtt.
Áður en við förum yfir nýju eiginleikana þá skulum við rifja upp hvernig Undirritun án Dokobit reiknings virkar. Þegar nýju skjali er hlaðið inn í Dokobit portal er valmöguleiki í skjalastillingum sem heitir „Leyfa undirritun án Dokobit reiknings“. Ef þú hakar við þennan valmöguleika munu undirritendur fá tölvupóst með boði um að opna, lesa og undirrita skjalið í þeim vafra sem þeir eru í án þess að þurfa að nýskrá sig í Dokobit portal.
Nú, fyrst við erum komin á sömu blaðsíðu, kíkjum á hvað er nýtt!
Auðkenning
Þar til nú hefur eiginleikinn virkað þannig að aðili sem fékk tölvupóst með boði um að undirrita skjal, gat opnað tengil og eftir að hafa opnað skjalið í vafranum sínum gat aðilinn undirritað með rafrænum skilríkjum. Þetta ferli breytist ekki ef þú velur áfram að senda skjal í undirritun með því að nota netfang aðila.
En ef þú velur að nota kennitölu viðkomandi aðila eða tengilið sem þú hefur vistað í tengiliðaskránni þinni sem er skráður með kennitölu, þá áður en viðkomandi getur opnað skjalið og lesið það og undirritað, þarf viðkomandi að staðfesta sig með kennitölu fyrst. Þetta mun tryggja það að aðeins sú manneskja sem á að opna skjalið getur opnað það. Með þessum eiginleika bætum við um betur hvað öryggi varðar og þú getur sent viðkvæmustu trúnaðargögn með Dokobit portal.
Aðilar með aðgengi
Annar nýr eiginleiki er viðbót við hlutverk aðila – það er nú mögulegt að senda skjöl á milli aðila án þess að óska eftir samþykki eða undirritun og móttakendur þurfa ekki að vera með Dokobit portal aðgengi. Þetta bætir heildar upplifun notenda af deilingu gagna, gerir ferlið hraðvirkara og þjónustuupplifun kemst á annað stig! Þetta virkar bæði með auðkenningu með kennitölu og án: þegar þú deilir skjali með kennitölu eða þegar þú hefur vistað aðila í tengiliðaskránni þinni með kennitölu, þá þarf viðtakandi skjalsins að auðkenna sig áður en þeir geta opnað og lesið skjalið, en ef þú deilir því á annan hátt eingöngu með netfangi eða smsi, þá getur viðtakandi opnað skjalið strax án þess að auðkenna sig.
Merkt útlit
Við viljum gera upplifun notenda sem flottasta og bjóðum nú upp á að merkja útlit fyrirtækja fyrir alla notendur hvort sem þeir eru með aðgang að Dokobit portal eða ekki. Þetta tryggir að aðilar sem fá skjal í undirritun viti að þeir eru að fá skjalið frá ákveðnu fyrirtæki áður en þeir opna það og undirrita. Þetta eykur traust í undirritunarferlinu.
Til áminningar – merkt útlit er aðeins fyrir fyrirtækjaaðild.
Hvers vegna að bjóða upp á notkun án Dokobit reiknings?
Að geta óskað eftir að aðilar undirriti skjöl án Dokobit reiknings er mikilvægt þar sem það getur einfaldað og flýtt fyrir undirritun sérstaklega ef aðilar þurfa bara að undirrita eitt skjal þá er óþarfi fyrir þá að stofna aðgang að Dokobit portal.
Þetta leyfir þér að færa þjónustuupplifun þinna viðskiptavina upp á hærra plan. Ef þú ert nú þegar að nota Dokobit portal til þess að safna undirritunum frá viðskiptavinum, samstarfsfélögum eða utanaðkomandi aðilum þá mælum við með því að nýta þennan valmöguleika til að einfalda allt ferlið fyrir alla sem þú átt viðskipti við.