Nú er hægt að nota Auðkennisappið í lausnum Dokobit!

Frábærar fréttir fyrir viðskiptavini Dokobit á Íslandi! Við höfum bætt við stuðningi við Auðkennisappið í okkar lausnum! Nú verður enn auðveldara að undirrita skjöl rafrænt, í stofunni heima, í bílnum eða hvar sem er!

Það tekur einungis örfáar sekúndur að sækja appið og skrá sig og notkunin er afar einföld. Auðkennisappið er í boði bæði fyrir iOS og Android farsíma.

Hvernig mun Auðkennisappið auðvelda mér lífið?

Auðkennisappið tilheyrir næstu kynslóð rafrænna skilríkja – í stað þess að rafrænu skilríkin séu vistuð á SIM kortinu þínu eru þau núna aðgengileg í appi – það veitir þér einfalda, þægilega og örugga leið til að auðkenna þig og undirrita skjöl rafrænt. Appið er frítt og er hægt að nota það hvar sem er í heiminum. Það virkar á nánast sama hátt og rafrænu skilríkin í farsímanum þínum nema þau eru ekki vistuð á SIM kortinu eins og farsímaskilríkin – sem þýðir að þú þarft ekki að hafa virkt íslenskt farsímanúmer til þess að beita skilríkjunum. Eina sem þú þarft að gera er að hlaða niður Auðkennisappinu og skrá þig! Stuðningur við Auðkennisappið veitir viðskiptavinum Dokobit möguleika á að ná til enn breiðari hóps þegar kemur að rafrænum ferlum. Köfum aðeins dýpra ofan í kostina við að nota Auðkennisappið.

  • Appið er skilvirkara og bregst hraðar við þar sem SMS skilaboð eru ekki lengur hluti af auðkenningarferlinu.
  • Appið byggir á nýrri “split-key” tækni sem þýðir að aðeins hluti af einkalykli notandans er geymdur í app umhverfinu. Með þessari aðferð er öryggi ekki ógnað ef tölvuþjótar komast inn í app umhverfi notandans þar sem þeir ná ekki höndum yfir heilan einkalykil notandans. Þetta þýðir að lausnin uppfyllir kröfur sem öruggur undirskriftarbúnaður sem er nauðsynlegur til þess að geta útbúið fullgildar rafrænar undirskriftir.
  • Hægt er að setja upp appið á fleiri en einu tæki. Allt sem þú þarft er að hlaða niður appinu í tækið og skrá þig inn.
  • Hægt er að nota Auðkennisappið í tækjum og símum sem notast ekki við SIM kort.

Hægt er að finna ítarlegri upplýsingar um Auðkennisappið hér.

Hvernig byrja ég að nota Auðkennisappið?

Að byrja að nota Auðkennisappið er eins einfalt og það getur verið. Allt sem þú þarft að gera er að sækja appið frá App Store eða Google Play og stofna aðganginn þinn með því að fylgja nokkrum einföldum skrefum. Þá ætti það að vera komið – nú getur þú byrjað að nota Auðkennisappið fyrir einfalda og örugga rafræna undirritun! Ef þú hefur einhverjar spurningar getur þú alltaf haft samband við okkur með því að smella hér.