Dokobit appið er nú aðgengilegt fyrir Android

Takið upp símana, Android notendur – Dokobit appið er komið! Í einhvern tíma hefur appið verið aðgengilegt fyrir Apple iOS notendur en það var komin tími til að Android útgáfa af appinu liti dagsins ljós. Hér er stutt lýsing á því hvernig Dokobit appið getur einfaldað ferli fyrir rafrænar undirritanir. 

Fylgstu með undirritun skjala beint úr símanum þínum. 

Dokobit appið er rétta verkfærið fyrir þá sem eru mikið á ferðinni eða vilja einfaldri og þægilegri leið til þess að geta stýrt undirritun samninga og skjala hvar og hvenær sem er. Hvers vegna?

  • Bestu Dokobit eiginleikarnir í hendi þér. Allir mikilvægustu eiginleikar Dokobit portal eru í appinu, eins og að undirrita, óska eftir undirskriftum, setja tímafresti o.fl. 
  • Þægilegt undirritunar- og samþykktarferli. Ertu ekki á skrifstofunni en skjalið þarfnast samþykkis hratt? Appið hjálpar þér að sinna þínum verkefnum. Undirritaðu eða samþykktu lagalega bindandi skjöl með rafrænu skilríkjunum þínum hvar sem þú ert staddur, með einum smelli. 
  • Tilkynningar um stöðu skjala í undirritun. Að fá tilkynningar samstundis auðveldar þér að fylgjast með öllum breytingum mikilvægra skjala sem þú deilir með öðrum í gegnum Dokobit. Þú færð einnig tilkynningu um leið og þér er boðið að undirrita, samþykkja eða lesa yfir skjal. 
  • Betri þjónustuupplifun.  Einfalt viðmót appsins og hönnun þess gerir það að verkum að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að læra hvernig á að nota það. Byrjaðu strax að einfalda þér lífið.
  • Samvirkni við önnur öpp í símanum. Ef þú móttekur rafrænt undirritað skjal sem viðhengi með tölvupósti og opnar í farsímanum getur verið erfitt að skoða upplýsingar um undirskriftirnar. Með Dokobit appinu getur þú opnað pdf skjöl úr tölvupóst appinu og flutt yfir í Dokobit appið á einfaldan og áreiðanlegan hátt til að lesa undirskriftir í skjalinu. 

Appið mun flýta undirskriftarferlinu svo um munar og þú getur einbeitt þér betur að öðrum mikilvægum verkefnum. 

Hvernig byrja ég að nota það?

Náðu í appið á Google Play store, skráðu þig inn á Dokobit portal aðganginn þinn, eða ef þetta er nýtt fyrir þér, stofnaðu aðgang með því að nota rafrænu skilríkin þín. Nú er appið klárt til notkunar!

Það skiptir ekki máli hvaða tæki þú notar, appið er aðgengilegt bæði fyrir Android og iOS – Dokobit appið er aðgengilegt fyrir hvern sem er, hvenær sem er. Það hefur aldrei verið eins auðvelt að fylgjast með stöðu skjala í gegnum símann! Þægindin eru í hendi þér – undirritaðu mikilvæg skjöl, deildu þeim samstundis, óskaðu eftir undirskrift og fylgstu með niðurstöðum – Nefndu það, Appið afhendir það.  

Náðu í appið fyrir Android hér og Apple iOS hér