Við erum hæstánægð með endurnýjað vörumerki Dokobit. Við höldum áfram að móta framtíð rafrænna undirskrifta með uppfærðu lógói í endurnærðum litum. Þetta er hluti af áframhaldandi samþættingu okkar við Signicat vörumerkið.
Með því að gerast hluti af Signicat sem er leiðandi fyrirtæki í auðkennislausnum innan Evrópu, höfum við aukið úrval rafrænna undirskriftalausna þvert á landamæri og bætt við eIDAS traustþjónustum. Þetta rýmar við stefnu okkar að verða markaðsleiðandi í Evrópu. Með þessum hætti munum við efla vöxt okkar enn frekar og styrkja ásýnd sameinaðs vörumerki um alla Evrópu.
Hvað hefur breyst?
Samræmt útlit vörumerkisins styður vegferð okkar að verða leiðandi traustþjónustuveitandi innan Evrópu. Markmið okkar eru ennþá þau sömu, vörumerkjaendurnýjun styrkir þau enn frekar.
Lógóið uppfært
Við einfölduðum lógóið okkar og inniheldur það nú aðeins texta, vöruna Dokobit sem Signicat færir þér.
Hins vegar á sumum stöðum – eins og á samfélagsmiðlum, þar sem lógóið er of stórt – muntu aðeins sjá útlínur af Signicat lógóinu. Það samanstendur af tveimur formum, hring og ferning sem tengjast saman – þessum tveimur formum er ætlað að endurspegla mikilvægi þess að það sé traust samspil milli manna (hringur) og tækni (ferningur).
Nýjir litir
Nýju litirnir koma frá Signicat vörumerkinu. Þeim er ætlað að miðla áreiðanleika, vinsemd og traust með kraftmiklu og djörfu viðhorfi.
Aðallitir vörumerkisins eru grænn, hvítur, fjólublár og ljósfjólublár. Með þessum litum viljum við auka samræmi í öllum snertingum vörumerkisins.
Við viljum að fólk hugsi til okkar þegar það sér þessa litatöflu. Við höfum gefið þeim nöfnin “Orkugrænn, “Áreiðanlegur fjólublár”, “Traustur ljósfjólublár” og “Djarfur hvítur”. Með þessu viljum við miðla að við erum áreiðanlegt, djarft og orkumikið fyrirtæki.
Aukalitirnir okkar heita “Vinalegur bleikur” og “Gáfaður grár” sem endurspegla vingjarnleika og klókindi eins og tilgreint er í nöfnunum. Vinalegur bleikur lífgar upp á útlitið á meðan Gáfaður grár hjálpar til við að veita mikilvægar upplýsingar á skýran og auðskiljanlegan hátt.
Leturgerð
Leturgerð vörumerkisins okkar er Mabry, svokölluð grótesk leturgerð með mannlegri snertingu frá Colofon Foundry.
Þó stafræn ásýnd fyrirtækisins hafi verið uppfærð erum við áfram sama trausta starfsfólkið sem leggur sig fram við að veita góða þjónustu. Þar með getur þú verið fullviss um að nýja vörumerkið muni ekki skerða okkar skuldbindingu gagnvart viðskiptavinum og þá þjónustu sem við viljum vera þekkt fyrir.