Flottara útlit á rafrænum undirskriftum með nýrri virkni í Dokobit portal

Ein af algengustu spurningunum um rafrænar undirskriftir er hvernig þær líta út á PDF skjali, í fyrsta lagi af hverju þær líta út eins og þær gera og öðru lagi hvort hægt sé að breyta þeim.

Þó hefðbundna útlitið á rafrænu undirskriftunum sé frekar algengt þá þótti okkur þær eiga skilið ákveðna upplyftingu en einnig að það gæti verið gagnlegt að þær tækju breytingum. Þetta er það sem hefur breyst. 

Veldu hvar undirskriftirnar birtast

Þetta er það sem við höfum öll beðið eftir! Manstu eftir því hvernig rafræna undirskriftin þín birtist alltaf efst í vinstra horninu á skjalinu. Nú er það ekki lengur þannig, nema þú viljir það! Héðan í frá þegar þú hleður upp skjali til undirritunar getur þú valið undir skjalastillingum; Staðsetning undirskriftar og ákveðið hvort að undirskriftin eigi að birtast á fyrstu eða öftustu síðu, efst eða neðst á síðunni. Þú getur einnig valið að undirskriftirnar birtist ekki myndrænt. 

Undirskrift með eigin ástæðu 

Fram að þessu hefur eingöngu verið mögulegt að tilgreina 3 algengustu ástæður undirritunar á skjali; vegabréfsáritun, staðfesting eða staðfesting móttöku. Nú höfum við bætt við þeim valmöguleika að tilgreina Eigin ástæðu undirrritunar! Ef Vegabréfsáritun var valin gaf það til kynna að skjalið hafi verið yfirfarið og metið rétt, með öðrum orðum samþykkt. Staðfesting sem ástæða undirritunar þýddi að það var gefið samþykki á því að skjalið væri raunverulegt eða ófalsað. Með því að velja Staðfestingu móttöku sem ástæðu undirritunar var tilgreint að skjalið væri móttekið og lesið og samþykkt með undirritun. 

Með aukinni þörf fyrir fleiri valmöguleika þegar kemur að ástæðu undirritunar og að bæta við mikilvægum upplýsingum eins og titli undirritunaraðila innan fyrirtækisins eða hlutverk aðila í undirritunarferlinu höfum við nú bætt við þeim eiginleika að tiltaka Eigin ástæðu undirritunar. Þú getur sett þetta upp þegar þú hleður inn skjalinu með því að bæta við tengiliði og í stað þess að velja að það standi einungis Undirskrift getur þú breytt í Undirskrift með ástæðu með því að ýta á örina við hliðiná Undirskrift hnappinum. Þetta gefur þér val um að breyta að útliti undirskriftarinnar og setja inn þær upplýsingar sem þú telur nauðsynlegt. 

Eins og með fyrri ástæður undirritunar þá er þessi valmöguleiki Undirskrift með ástæðu, eingöngu í boði fyrir greidda aðganga.