Fyrir ykkur sem eru nú þegar byrjuð að sjálfvæða ferlana ykkar með Microsoft Power Automate og hafið beðið eftir að virkja rafræna undirskriftir inn í Microsoft umhverfi ykkar, hlustið vel! Nú getið þið notað Dokobit portal connector til þess að auðvelda ykkur lífið til muna!
Í samstarfi við Sensa höfum við þróað Dokobit portal connector sem gerir ykkur kleift að byrja að nota Dokobit Portal API á einfaldari máta án þess að þurfa sjálf að kalla til forritara til þess að innleiða rafrænar undirskriftir inn í ykkar kerfi. Dokobit portal connector auðveldar þér að setja upp rafrænar undirskriftir frá Dokobit sem hluta af ykkar viðskiptaferlum. Skjöl eru send í undirritun beint úr ykkar skjalakerfi og vistuð aftur þar eftir að viðskiptavinur hefur undirritað þau. Það besta er að það þarf enga forritunarvinnu, Dokobit connectorinn er nú þegar aðgengilegur frítt á MS Marketplace.
Hvernig virkar þetta?
Rifjum aðeins upp – Portal API er vefþjónusta fyrir öflun undirskrifta frá ytri aðilum og byggir á Dokobit portal lausninni. Áður fyrr var aðeins hægt að innleiða lausnina í önnur kerfi með örfáum línum af kóða og aðstoð forritara.
Núna, með Dokobit portal connector, getur þú tengt þjónustuna í gegnum Microsoft Power Automate inn í þær Microsoft lausnir sem þú notar nú þegar eins og t.d. Sharepoint. Þar með færðu nýja leið til að innleiða Portal API, með Dokobit portal connector.
Microsoft Power Automate
Með Dokobit Portal connector getur þú gert öflun undirskrifta alveg sjálfvirka. Með þessari lausn setur þú í byrjun upp einfalt ferli fyrir skjölin sem þú þarft að láta undirrita og sleppur þ.a.l. við að þurfa að gera það handvirkt í hvert skipti sem skjal þarfnast undirritunar. Með Dokobit portal connector getur þú á auðveldan hátt deilt skjölum, ráðið röðinni á undirritendum og hlaðið skjölunum til baka inn í þitt eigið upplýsingakerfi.
Það besta við þetta er að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að hanna þitt eigið útlit á lausninni eða senda skilaboð til aðila sem þurfa að undirrita þar sem við höfum séð fyrir þessu öllu. Um leið og þú hefur hlaðið upp skjali til undirritunar og bætt við þátttakendum til að undirrita, gerist þetta sjálfkrafa í gegnum Dokobit portal; þátttakendur fá boð í tölvupósti um að undirrita og undirrita skjölin með því að nota vefgáttina Dokobit portal. Að auki fylgir uppsetning á sérmerktu útliti, þannig að þegar skjal er sent til viðskiptavina þinna eða samstarfsaðila þá fá þeir undirskriftarbeiðni með myndmerki og litum frá þínu fyrirtæki.
Hvernig byrja ég?
Til að byrja með þarftu að vera með Microsoft Power Automate. Ef það er er klárt getur þú haft samband við okkur til þess að fá prófunaraðgang að Portal API. Þegar þú hefur fengið prófunar-aðgangslykil getur þú innleitt lausnina og prófað þjónustuna. Að því loknu er gerður samningur um þjónustuna og panta þarf tíma í lokaúttekt. Þegar lokaúttektin hefur verið kláruð, afhendum við þér aðgangslykil að raunumhverfi og þá getur þú notað Dokobit portal connector til þess að sjálfvæða undirskriftarferlana þína.
Dokobit portal connector nýtist best þeim fyrirtækjum sem eru nú þegar að nota Microsoft lausnir og aðstoðar við að sjálfvæða þung ferli og sparar bæði tíma starfsfólks og viðskiptavina. Ertu tilbúinn til þess að byrja að einfalda þér lífið með Dokobit portal connector? Lestu meira um Dokobit portal connector eða hafðu samband við okkur og óskaðu eftir aðgangi strax í dag.