Nýr eiginleiki – Margir stjórnendur á fyrirtækjareikningum

Við erum enn aftur með góðar fréttir! Núna geta verið margir stjórnendur (admin notendur) fyrir aðgang sama fyrirtækis í portalinum. Hvað þýðir það?

Með mörgum stjórnendum/admin notendum geta fleiri en einn aðili innan fyrirtækis verið ábyrgir fyrir að stjórna aðgangi fyrirtækisins. Þetta einfaldar stjórnun og umsýslu gagna fyrirtækisins og tryggir að ekki einungis einn aðili geti gert nauðsynlegar breytingar þegar það þarf. Betra aðgengi fyrir stjórnendur og fleiri að gögnum fyrirtækisins er mikilvægt fyrir stærri og meðalstór teymi. Hvernig virkar þessi eiginleiki?

Undir flipanum notendur inni í stillingunum getur eigandi reikningsins valið að flytja réttindi sín sem eigandi yfir á annan notanda eða gera hann að stjórnanda.

Eigandi reiknings er ábyrgðarmaður reikningsins. Yfirleitt er eigandi reiknings sami aðili og stofnaði aðganginn upphaflega nema í því tilfelli ef hann hefur flutt það hlutverk yfir á annan notanda til að gera hann að eiganda reikningsins. Aðeins er hægt að hafa einn eiganda fyrir hvern reikning sem er jafnfram aðal stjórnandi reikningsins.

Sem eigandi getur þú stjórnað öllu – breytt, fryst eða eytt notendum, gert aðra notendur að stjórnendum, lesið og sótt skjöl annara notenda, séð um greiðslur, breytt þjónustuleiðum eða sagt upp þjónustunni. Stjórnandi hefur öll sömu réttindi og eigandi til að stofna, eyða og breyta notendum og sækja gögn þeirra, fyrir utan að geta átt við þjónustuleiðina og greiðslur hennar.

Annað mikilvægt atriði – Ef þú flytur réttindi eiganda yfir á annan notanda þá er sú aðgerð óafturkallanleg og þú munt ekki geta gert sjálfan þig aftur að eiganda reikningsins nema ef nýji eigandinn flytur réttindin aftur til þín.

Hver er megin ástæðan fyrir þessum eiginleika? Fyrir mörg teymi er einfaldlega ekki nóg ef aðeins einn aðili í fyrirtækinu hafi einn aðgang að öllum gögnum fyrirtækisins. Héðan í frá þarf ekki lengur að skipta máli þó einhver aðili sem er eigandi reikninsins sé fjarverandi ef fleiri stjórnendur geta einnig sótt nauðsynleg gögn hvenær sem er!