Dokobit og Signicat sameina krafta sína

Við erum ótrúlega spennt að tilkynna ykkur að við erum búin að sameina krafta okkar með Signicat, fyrirtæki sem er leiðandi á markaði fyrir rafrænar auðkenningar í Evrópu. 

Fyrir um 7 árum síðan ákváðum við að gera tilraun til að gjörbylta því hvernig fólk stýrði ferlum með undirritun skjala og samninga í Eystrasaltsríkjunum og á Íslandi, sem tókst! Markmiðið okkar hefur þó alltaf verið að sigra Evrópu og með Signicat höfum við nú enn meiri möguleika og það sem betra er, við getum gert það miklu hraðar – með því að nota hinar fjölbreyttu lausnir í rafrænum auðkenningum sem Signicat býr yfir, getum við einbeitt okkur að nýsköpun og þróun í lausnum fyrir rafrænar undirskriftir. 

Í dag hefur eftirspurnin aldrei verið meiri hjá fyrirtækjum eftir lausnum til að efla stafræna umbreytingu. Saman munu Signicat og Dokobit vinna að því að verða eini traustþjónustuveitandinn sem fyrirtæki þurfa að leita til þegar kemur að umsýslu rafrænt undirritaðra gagna. 

Hver er Signicat?

Signicat er eitt fremsta fyrirtæki Evrópu í öruggum auðkenningum, með sérstaka áherslu á fyrirtæki með eftirlitsskylda fjármálaþjónustu. Fyrirtækið býður upp á samhæfða, örugga og notendavæna auðkenningu á netinu, sannreyningu auðkenninga og rafrænar undirskriftalausnir sem draga úr áhættu en auka þægindi notenda. Signicat hefur yfir 500 viðskiptavini eins og DNB, Klarna, Rabobank, Santander, Société Générale and Western Union. Fyrirtækið er með skrifstofur í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Bretlandi, Þýskalandi, Hollandi og Portúgal.  

Hvað gerist næst?

Dokobit og Signicat bæta upp hvort annað fullkomlega og styrkja möguleikana á að þjónusturnar geti flætt yfir landamæri þar sem viðskiptavinir hafa aðgang að öllum þeim lausnum sem þau þurfa á einum stað.  Samruninn gerir að verkum að við getum núna svarað öllum þörfum viðskiptavina um eIDAS þjónustur – frá útgáfu rafrænna skilríkja, gerð rafrænna undirskrifta og yfir allt lífsskeið rafrænna skjala. Saman munum við einnig geta boðið upp á örugga lausn þegar kemur að rafrænum milliríkja-undirskriftum, eitthvað sem hefur verið áskorun hingað til. 

Saman munum við leggja allan okkar metnað í að veita þér og þínu fyrirtæki jafnvel enn skilvirkari undirskriftarlausnir samhliða aðgangi að traustum og fjölbreyttum grunni rafrænna skilríkja og svo margt, margt fleira. 

Við værum ekki hérna án ykkar svo við viljum nýta tækifærið og þakka ykkur fyrir að hafa trú á okkur í gegnum árin. Við getum ekki beðið eftir að sýna ykkur allt það nýja sem við erum búin að vera að vinna að.

P.S. Ef þú hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband við okkur og við svörum spurningum með gleði.