Einfalt að bæta við auðkenningu með rafrænum skilríkjum

Útbreiðsla rafrænna skilríkja frá Auðkenni hefur aukist mikið og er orðin almenn leið fyrir einsaklinga til að eiga viðskipti við bankann sinn á öruggari hátt, sækja ýmsa opinbera þjónustu, nota rafrænar undirskriftir og margt fleira. Þar sem öryggi skiptir máli eru rafrænu skilríkin sú lausn sem metin eru öruggust í dag. Flækjustig við innleiðingu hefur verið meðal þess sem aðilar í innleiðingu nefna sem áskorun við að byrjað að nota rafræn skilríki.

Ný lausn frá Dokobit, Identity Gateway, gerir vinnuna enn einfaldari en áður. Lausnina Identity Gateway er hægt að stinga inn á vef sem kemur með tilbúnu viðmóti og sendir síðan frá sér allar upplýsingar um notandann eftir að hann hefur auðkennt sig með henni.


Hvernig virkar lausnin?
Lausnin er sjálfstæð “plugin lausn” með tilbúnu viðmóti sem hægt er að stinga inn á þinn vef (e. embedding). Með henni er því óþarfi að smíða allt frá grunni, útbúa sér stuðning fyrir bæði skilríki á frasíma og skilríki á kortum eða öðru formi, meðhöndla allar villumeldingar rétt o.fl. Það eina sem þarf að gera er að setja lausnina inn á réttan stað á vefnum þínum og sjá til þess að vefurinn þinn taki síðan við upplýsingunum um notandann eftir auðkenninguna. Lausnin er hönnuð til að lágmarka vinnu og kostnað við innleiðingu án þess að minnka öryggi.

Tvær leiðir eru til að nota lausnina: Hægt er að áframsenda notendur á sér auðkenningarsíðu sem sér um auðkenninguna (e. forwarding). Hin leiðin er að stinga lausninni inn á vef með því að nota iframe eða modal glugga (e. embedding). Með fyrstu leiðinni eru notendur sendir á nýja auðkenningarsíðu þar sem þeir auðkenna sig með rafrænum skilríkjum og eru síðan sendir til baka á upprunalega vefinn ásamt upplýsingum frá auðkenningunni. Út frá upplýsingunum sem fylgja notandanum er hægt að ákveða hvort það eigi að hleypa viðkomandi inn, hafna aðgangi eða biðja aðilann um að nýskrá sig o.s.frv.  Með seinni leiðinni er litlum auðkennignarglugga stungið inn á vef. Munurinn á seinni leiðinni liggur í því að notandinn fer aldrei af þeim vef til að auðkenna sig. Það er einnig hægt að vísa í css stílsnið viðskiptavina sem lausnin notar þá til þess að litir og annað útlit falli alveg að þeim vefum sem nota lausnina.

Identity Gateway styður rafræn skilríki á bæði farsímum og kortum frá Auðkenni. Lausnin styður einnig rafræn skilríki frá 12 öðrum löndum í Evrópu og hefur viðmót á mismunandi tungumálum. Lausnin getur einnig stutt einfaldari auðkenningarleiðir eins og notendanafn og lykilorð sem hægt er að bæta við eftir óskum viðskiptavina.

 

Hver er munurinn á þessari leið og hreinni API leið (Identity API)?
Dokobit er einnig með lausn sem nota aðeins API vefþjónustur til að framkvæma auðkenningar með rafrænum skilríkjum, Identity API. Viðskiptavinir sem vilja innleiða Identity API þurfa sjálfir að útbúa allt viðmót fyrir auðkenningarglugga, sýna öryggistölu rétt, meðhöndla villuboð, styðja mismunandi form skilríkja og setja fleira upp sjálfir. Fyrir mörg fyrirtæki er sú vinna er einföld en oft óþarfi og hægt að spara innleiðingartíma, vinnu og kostnað með einfaldari hætti eins og með Identity Gateway. Hærri kröfur um ákveðna notendaupplifun eða innleiðing fyrir smáforrit (öpp) gæti verið ástæða fyrir því að Identity API henti betur í þeim tilfellum.

 

Nánari upplýsingar um auðkenningarlausnirnar okkar má finna hér

Aðrar lausnir frá Dokobit

Þessi grein er líka til á: English Lithuanian