Að ná til nýrra viðskiptavina er eitt af megin markmiðum flestra fyrirtækja en hver besta leiðin að ná því markmiði er yfirleitt spurning sem krefst meiri tíma og umhugsunar. Ein leið til þess er með Smart-ID, við leggjum til að þú prófir einfalda lausn – leyfðu viðskiptavinum þínum að skrá sig í þjónustuna þína á einfaldari, hraðari og öruggari hátt með Smart-ID.
Smart-ID er hratt vaxandi lausn til að auðkenna notendur og til að útbúa lagalega gildar undirskriftir. Hvort sem þú er með þjónustu á netinu sem þarnast innskráningar af viðskiptavinum þínum eða flóknari lausn þar sem notendur geta undirritað skjöl á rafrænan hátt, þá er Smart-ID frábær kostur með ört vaxandi fjölda notenda og mörgum fleiri kostum fyrir hvort tveggja þig og viðskiptavini þína.
En förum fyrst yfir gunnatriðin. Hvernig virkar Smart-ID?
Smart-ID lausnin byggir á einföldum REST API vefþjónustum sem hægt er að tengjast með flest öllum þróunarumhverfum. Það leyfir endanotendum að nota farsímann sinn til þess að setja upp nýtt Smart-ID með öruggu afhendingarferli sem staðfestir hver handhafinn raunverulega er. Þegar Smart-ID hefur verið sett upp er hægt að nota farsímann í tveim tilgöngum: annars vegar til að auðkenna notadann inn í ýmis upplýsingakerfi eins og vefsíður, öpp, þjónustuver og hins vegar til þess að veita rafrænar undirskriftir sem samræmast eIDAS Evrópureglugerð og gilda því í öllum löndum Evrópu. Besti kosturinn er sá að notendurnir þurfa ekki sérstakt SIM kort, kortalesara eða nokkuð annað til þess að nota lausnina.
Ok, hvað er þá næst?
Þú hefur kannski heyrt að Smart-ID býður upp á tvö stig skilríkja – Basic og Advanced. Til þess að geta sett upp Smart-ID Basic þarf notandinn í uppsetningarferlinu að staðfesta hver hann er með bankahlekk, þ.e. með því að auðkenna sig inn í netbanka, þessi skilríki er aðeins hægt að nota fyrir netbanka (Swedbank og SEB). Til þess að setja upp Smart-ID Advanced þarf notandinn hins vegar við uppsetninguna að staðfesta hver hann er með sterkari auðkenningu, rafrænum skilríkjum á korti eða með fullgildum rafrænum skilríkjum í farsíma. Eftir það getur hann notað Smart-ID skilríkin sín með öllum þeim þjónustuveitendum sem styðja í dag lausnina.
Það eru fleiri góðar fréttir – lausnin er ört vaxandi og í Eistlandi geta notendur nú þegar sótt um Smart-ID sem fyrsta auðkenni með því að mæta í eitthvað af útibúum SEB banka og Swedbank. Lettnesk og litháensk útibú þessara banka munu einni byrja að afhenda Smart-ID mjög fljótlega. Þessi kostur er hugsaður fyrir einstaklinga sem geta ekki afgreitt sig sjálfir með sjálfsafgreiðslu þar sem þeir eru ekki með önnur fullgild rafræn skilríki til að staðfesta á öruggan hátt hverjir þeir eru. Á sama hátt geta þeir sem hafa skráð sig í Smart-ID Basic einnig mætt á þessa afgreiðslustaði til þess að hækka stig skilríkjanna upp í Smart-ID Advanced.
Tölfræðin talar sínu máli
Fjöldi Smart-ID notenda í Eystrasaltslöndunum er nú þegar kominn yfir 500.000 notendur. Í Eistlandi eru 105.000 Smart-ID notendur, samtímis eru 260.000 notendur og í Litháen eru 160.000 notendur byrjaðir að nota lausnina. Með næstu uppfærslum munu þessar tölur hækka ört!
Smart-ID smáforritið virkar með iOS og Android snjallsímum. Appið styður nokkur tungumál sem mun einnig fara fjölgandi.
Hvaða hag hef ég af þessu? Hérna er samantekt fyrir þig.
Af hverju velja notendur Smart-ID:
- Það er einfalt í notkun – notendur þurfa ekki að halda utan um öll lykilorðin sín að mismunandi þjónustum, eitt app leysir allt
- Það er hægt að setja það upp á mörgum tækjum þannig að notendur hafa alltaf gott aðgengi til að klára nauðsynleg verkefni á ferðinni
- Það er öruggt – það er mun öruggara heldur en einfaldar innskráningar þar sem hægt er að glata lykilorðum og hægt að brjótast inn í reikninga
Af hverju þú ættir að innleiða Smart-ID inn í þínar rafrænu þjónustur:
- fleiri og fleiri notendur velja Smart-ID á hverjum degi um leið og möguleikum smáforritsins fjölgar
- Smart-ID er byggt upp sem alþjóðleg grunngerð sem þýðir að það mun veita notendum aðgengi að fjölmörgum rafrænum þjónustum á milli landa í Evrópu
- öryggið skiptir máli: þróuð dulkóðunartækni, PKI dreifilyklaskipulag, fullkomin clone skynjun og fleiri ráðstafanir
- löglega bindandi undirskriftir sem gilda innan allra landa í Evrópu
Lestu meira um Smart-ID fyrri rafræna þjónustuveitendur hér.
Þessi grein er líka til á: English Lithuanian Estonian