Telia tekur upp rafrænar undirskriftir með ISIGN

Frá 1. ágúst 2017 verða allir samningar við viðskiptavini á fyrirtækjasviði Telia rafrænir. Telia er einnig fyrsta fjarskiptafyrirtækið í Litáen sem býður núna fullgildar rafrænar undirskriftir sem jafngildir handrituðum undirskriftum til allra sinna viðskiptavina á fyrirtækjasviði.

„Á sama tíma og fólk færir sig í auknu mæli yfir í rafrænan heim og snjalltæki eru orðin almennari verðum við að bregðast við kröfum markaðarins í dag með hraðari og öruggari leið til að undirrita skjöl sem er á sama tíma einföld og þægileg. Rafræn þjónusta viðskiptavina og rafrænar undirskriftir eru nú þegar orðnar almennar í okkar umhverfi og við viljum styðja þá þróun.“ segir Mindaugas Ubartas, viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Telia
Samkvæmt honum eru mikil tækifæri í hagnýtingu rafrænna undirskrifta í Litáen. „Það skiptir okkur miklu máli að fleira og fleira fólk er byrjað að nota þessa öruggari aðferð við að undirrita gögn. Niðurstaðan af þessu er sú Telia hefur núna ákveðið að bjóða rafrænar undirskriftir sem hluta af þjónustuleiðum Telia fyrir viðskiptavini á fyrirtækjamarkaði.“ segir Ubartas.

Telia er í samstarfi við ISIGN til að rafvæða samningaferlin sín. Samkvæmt Gintas Balčiūnas, yfirmanni viðskiptaþróunar hjá ISIGN, eru fyrirtæki innan Evrópu í auknu mæli að nota rafrænar undirskriftir sem styttir afgreiðslutíma, tryggir öryggi skjalsins og lækka viðskiptakostnað.

„Við búum til lausnir sem gerir fyrirtækjum af öllum stærðum kleift að ganga í samningsviðskipti með viðskiptavinum sínu hvar sem þeir eru staddir án mikils kostnaðar. Við teljum að samstarf okkar með Telia muni gera þeim kleift að vinna saman á snjallari og hagkvæmari hátt en áður“ segir Balčiūnas.

Strax í október mun Telia bjóða sömu tækni til sinna viðskiptavina á fyrirtækjasviði sem hluta af þeirra fjarskiptaþjónustu, þ.e. að viðskiptavinir Telia geta skrifað rafrænt undir skjöl og óska eftir rafrænum undirskriftum frá öðrum. Þau fyrirtæki sem vilja nýta þjónustuna geta þar með skrifað undir skjöl á móti sínum eigin viðskiptavinum. Þetta mun hjálpa til við að ná aukinni hagræðingu í viðskiptum og minnka sóun á pappír hjá fyrirtækjum sem eru í viðskiptum hjá Telia.

Í dag eru fleiri en 40.000 fyrirtæki í viðskiptum við Telia í Litáen.

Þessi grein er líka til á: English Lithuanian