Stórar fréttir – Við erum að breyta um nafn

Í dag er loksins komið að því! Í dag er síðasti dagurinn okkar með gamla útlitinu okkar og gamla nafninu. Já, það er rétt! Frá deginum í dag erum við að breytast. Í dag, fimm árum eftir að fyrsta undirskrifarlausnin okkar kom á markað erum við að uppfæra vörumerkið okkar með nýju nafni, merki og stíl. Héðan í frá megið þið kalla okkur Dokobit.

Með nýju nafni og útliti erum við þó sama frábæra fólkið með sömu frábæru þjónusturnar.

En af hverju að breyta um nafn?

Í fyrsta lagi þá ruglast fólk mjög oft þegar maður segist vera frá ISIGN og svarar til baka: Ha, hvað segiru? Frá [æ:sæn], [æ’sign], [i:sɪɡ’nə], [i:sɪŋ] eða eitthvað álíka. Í byrjun var þetta kannski skemmtilegur hluti af því að stækka og þroskast og fólk vandist nafninu hratt en í hreinskilni þá var það oft að vefjast fyrir fólki þegar það heyrði það í fyrsta skipti og ruglast síðan eða gleymdi því. Það er eðlilegt. Önnur ástæða fyrir breytingunni er sú staðreynd að ISIGN var upphaflega bara innra vinnuheiti hjá okkur  sem við fundum á sínum tíma og héldum áfram að nota lengur en við ætluðum.

En á síðustu árum höfum við í raun þroskast og breyst mjög mikið: við höfum búið til nýjar lausnir, gert helling af umbótum til að bæta þjónustu viðskiptavina okkar og styrkt útrás okkar inn á fleiri nýja markaði í Evrópu. Okkur var byrjað að líða eins og við hefðum verið löngu vaxið upp úr gamla útlitinu og fannst að það væri kominn tími til fyrir breytingu. Nýja vörumerkið endurspeglar ekki aðeins vöxtinn okkar á síðustu árum heldur hjálpar þessi breyting okkur einnig að aðgreina okkur betur og sýna á sterkari hátt þann tón sem við viljum að þjónusturnar okkar standi fyrir – sýni í réttu ljósi hvernig við höfum mótast og hver við erum í dag.

Héðan í frá er ekki bara auðveldara að bera fram og muna nafnið okkar. Við erum einnig litríkari og ferskari með fókus að gera undirskriftir meira aðgengilegar. Við erum Dokobit.

Við erum áfram sama metnaðarfulla fólkið sem elskum það sem við gerum og leggjum okkur fram af ástríðu við að búa til lausnir af hæstu gæðum og upplifun fyrir viðskiptavini okkar.

Þannig að fyrir þig þá breytist í rauninni ekki neitt, þetta er svipað og ef að við værum bara að uppfæra notendanafnið og profile myndina okkar á Facebook.

Við vonum að þér eigi eftir að líka við nýja nafnið og útlitið og fullyrðum að breytingarnar eiga ekki eftir að hafa áhrif á skuldbindingarnar okkar og þjónustuna eins og við höfum sýnt fram á hingað til!

Ykkar Dokobit | Hannað til að einfalda, ekki flækja

 

  

Þessi grein er líka til á: English Lithuanian Estonian