Saman spöruðum við meira en 18 milljón blaðsíður árið 2017!

Rafræn skjöl eru ekki bara þægilegri í meðhöndlun heldur eru þau einnig umhverfisvænni með því að draga úr óþarfa samgöngum og sóun á pappír. Árið 2017 náðu notendur ISIGN samtals að spara meira en 18 milljón blaðsíður sem samsvarar 1125 trjám!

Talan miðast bara við lokaútgáfu skjalanna sem voru undirrituð en oftast eru fleiri útgáfur prentaðar út við yfirlestur og undirbúning skjala sem ekki er tekið tillit til hér. Með því að nota ekki þessar 18 milljón blaðsíður var hægt að bjarga 1125 trjám! Jafnvel þó að þetta sé lítill hluti af trjám heimsins þá skipta þau máli!

Vissir þú að það eru um 3.000.000.000.000 tré á jörðinni? Það jafngildir um 400 trjám fyrir hverja mannveru. Um 15.000.000.000 tré eru höggvin á jörðinni á hverju ári og aðeins um 5.000.000.000 nýjum trjám er plantað í staðin árlega.

Með 400 trjám er hægt að þekja heilan hektara af skógi. Skógur er skilgreindur sem landsvæði þakið trjám og nær yfir 0,5 hektara eða meira. Þannig að 200 tré á hvern 0,5 hektara er u.þ.b. einn skógur. Það þýðir að með því að bjarga 1125 trjám þá höfum við bjargað 6 skógum.

Þó svo að umhverfisþátturinn sé aðeins hluti af ábótanum við að nota rafrænar undirskriftir þá vonum við að þessar tölur hvetji ykkur enn meira til að eiga skilvirkari viðskipti án pappírsins á næsta ári!

 

Bestu þakkir fyrir að standa með okkur. Saman getum við bjargað jafnvel fleiri skógum 2018!

Eigið græn og gleðileg jól!

Við elskum ykkur öll, ISIGN teymið

Þessi grein er líka til á: English Lithuanian