Hefur þú einhverntíma hugleitt hversu mikinn kostnaðu þú gætir mögulega sparað með því að byrja að nota rafræna undirskriftir í stað pappírs? Núna getur þú reiknað það út og borið saman raunverulegan kostnað við báðar leiðir með nýja sparnaðarreikninum okkar!
Reiknirinn okkar sem þú getur fundið hér gerir þér kleift að reikna út þann sparnað sem þú gætir náð með því að færa þig frá handrituðum undirskriftum á pappír yfir í rafrænar undirskriftir. Allt sem þú þarft að gera er að slá inn þínar eigin tölur og ef þú vilt breyta forsendum fyrir áætluðum kostnaði yfir í raunkostnað til þess að sjá hversu mikið þú gætir sparað með því að nota ISIGN.
Reiknirinn leyfir þér að slá inn þínar eigin forsendur: fjöldi skjala sem eru undirrituð á pappír í einum mánuði, tíma við meðhöndlun á hverju skjali, meðalfjölda blaðsíðna í hverju skjali, meðalfjölda afrita sem eru prentuð og hlutfall þeirra skjala sem eru send með pósti eða sendlum. Þú getur einnig breytt áætluðum kostnaði í samræmi við þínar kostnaðartölur fyrir pappír, prentun og póstburðargjöldum, meðalkostnað starfsmanns á klst. og aðrar tölur sem hjálpa til við að gefa sem nákvæmasta niðurstöðu.
Reiknirinn mun sýna þér mögulegan sparnað á mánuði og ári við að færa þig yfir í rafrænar undirskriftir. Þú munt einnig sjá hvernig kostnaðurinn er samsettur í báðum leiðum.
Með sparnaðarreikninum okkar munt þú sjá hvernig hægt er að lækka viðskiptakostnað með því að undirrita rafrænt. Auk þess lágmarkar rafræn meðhöndlun áhættu og kostnað vegna mistaka starfsfólk sem orsakast oft vegna fjölrita, gögnum sem týnast og ófullnægjandi undirskrifta. Byrjaðu að nota ISIGN á einu augnabliki með því að skrá þig og fá 5 fríar undirskriftir í hverjum mánuði. Fyrir meira magn undirskrifta og fleiri eiginleika getur þú einnig prófað Premium þjónustuleiðirnar okkar til að gera teymið þitt enn skilvirkara.
Þessi grein er líka til á: English Lithuanian