Frítt að undirrita skjöl rafrænt með Dokobit til 30. apríl

Vegna útbreiðslu COVID-19 og samkomubannsins hefur Dokobit ákveðið að gera rafrænar undirskriftir fríar í Dokobit Portal  til 30. apríl til þess að styðja þá sem vinna á þessum tíma í fjarvinnu.

Við viljum eindregið biðja fólk um að fylgja tilmælum og forðast óþarfar ferðir á fjölmenna starfsstaði. Þess í stað hvetjum við samstarfsaðila, viðskiptavini og aðra einstaklinga til að eiga heldur rafræn viðskipti með rafrænt undirrituðum skjölum heldur en að fara sjálf á milli staða.

Ekkert gjald verður innheimt fyrir rafrænar undirskriftir í Dokobit Portal til 30. apríl frá notendum sem eru í gjaldskyldu eða fríu þjónustuleiðunum okkar. Boðið gildir ekki um notendagjöld hjá viðskiptavinum þar sem það á við.

Ef einhverjar spurningar vakna eða ósk um aðstoð varðandi rafrænar undirskriftir og notkun á Dokobit portal, sendið okkur þá endilega línu á support@dokobit.com.

Stöndum saman!

Þessi grein er líka til á: English Lithuanian Estonian Latvian