Dokobit komið til Noregs

Frábærar fréttir  –  Við styrkjum samstarf okkur við norðurlöndin enn frekar! Eftir mánaða undirbúning erum við loksins að uppskera af allri vinnunni og kynnum með stolti stuðning við rafræn skilríki í Noregi. Því eru nú þjónustur Dokobit einnig aðgengilegar fyrir Norðmenn. 

Norsku rafrænu skilríkin nefnast Bank-ID en þau hafa hvað mesta útbreiðslu af þeim rafrænu skilríkjum sem eru í boði þar í landi. Um 99% einstaklinga í Noregi, milli 20-69 ára, eru með Bank-ID.

Við erum virkilega ánægð með að geta boðið nágrönnum okkar í Noregi að upplifa rafræna undirskriftargátt sem er bæði sveigjanleg og auðveld í notkun. Nú þegar Dokobit Portal verður aðgengileg lausn fyrir Norðmenn opnum við enn frekar á möguleikana á viðskiptum yfir hafið – allt frá því að vera þægileg og örugg leið til að safna undirskriftum frá viðskiptavinum og samstarfsfélögum yfir í að einfalda margslungið undirskriftarferli í milliríkjaviðskiptum. 

Með þessu skrefi geta Norðmenn ekki aðeins undirritað skjöl innan Noregs heldur opnast einnig tækifæri fyrir viðskipti á milli landa með rafrænum undirskriftum. Íslensk fyrirtæki geta bæði sent rafrænt undirrituð skjöl til Noregs og óskað eftir að norskir aðilar undirriti skjöl á öruggan hátt. 

Við hlökkum til að fá að kynnast betur norskum viðskiptavinum og bjóða þeim sömu þjónustu, þekkingu og ástríðu sem núverandi viðskiptavinir hafa fengið að kynnast og kunna að meta. Nú stökkvum við um borð í stafrænu lestina í Noregi og erum tilbúin til þess að aðstoða eins mörg fyrirtæki og mögulegt með því að einfalda viðskiptaferlin þeirra svo um munar. 


Þessi grein er líka til á: English Lithuanian Estonian Latvian